Skammbyssur sæta vissulega strangari reglum en önnur skotvopn og töluvert fáir aðilar fá réttindi til að eiga slík vopn. Hins vegar eru þetta eigur fólks og viðkomandi því frjálst að auglýsa og selja en allt eftir kúnstarinnar reglum auðvitað.
Skammbyssur flokkast nánast í öllum tilfellum til íþróttavopna, og til eru íþróttafélög þar sem fólk stundar skotfimi, hvort sem er þá með loftbyssum, rifflum, haglabyssum nú eða skammbyssum. Allt eru þetta löglegir munir sem er þó mis erfitt að fá heimild til að eignast.
Posted in: Skotvopn