Fólki er alltaf velkomið að senda okkur efni sem það telur geta aðstoðað okkur við vinnu okkar. Hvað svikapóstinn varðar þá þurfum við ekki að fá slík bréf enda gerum við í raun fátt við þau. Svikapóstur er sendur út í milljónatali og því væri gríðarleg vinna fyrir lögreglu að eltast við slíka tilraunir en oftast koma bréfin frá löndum þar sem erfitt er að nálgast upplýsingar og því fátt að elta. Þar sem tími og mannaforráð lögreglu eru takmörkuð viljum við síður eyða tíma í mál þar sem enginn skaði varð og engin hætta var á ferðum.
Ef fólk er hins vegar í þeirri stöðu að hafa fallið fyrir slíkum sendingum er gríðarlega mikilvægt að tilkynna slíkt strax til lögreglu, sem gerir þá allt sem hægt er til að liðsinna viðkomandi og rannsaka svikin.
Posted in: Ýmislegt