Við kærum almennt ekki í umferðarmálum byggt á ljósmyndum enda myndi slíkt valda okkur töluverðri vinnu, efalítið meira en efni stæðu til og fyrir því eru margar ástæður. Meðal annars þyrfti þá að finna ökumann, sem myndi á stundum alls ekki láta finna sig, taka viðkomandi fyrir og margt annað sem myndi gera slíka framkvæmd mjög erfiða. Þetta er góð hugmynd, en framkvæmd hennar er mjög erfið og því höfum við ekki farið þessa leið.
Ef þú telur að lögreglan ætti að skoða málið frekar geturðu sent okkur formlegt erindi.
Posted in: Umferðarmál