Skemmtistaðir
Mega börn undir 18 ára aldri vinna á skemmtistöðum?
Unglingar undir 18 ára aldri mega vera inni á skemmtistöðum til kl. 22:00 á kvöldin, séu þeir í fylgd með fullorðnum. Þannig geta þeir t.d. verið að vinna við að hreinsa af borðum eða vaska upp en mega auðvitað ekki afgreiða áfengi eða neitt slíkt. Þannig má viðkomandi ekki vera inni á slíkum stað nema að foreldri/forráðamaður sé með á staðnum.
Má fólk á aldrinum 18 – 20 ára vinna á skemmtistöðum?
Já, fólk á aldrinum 18 – 20 ára má vinna á skemmtistöðum en ekki við það að afhenda áfengi. Í áfengislögum kemur fram að yngri en 20 ára megi ekki fá afhent áfengi og í því felst að viðkomandi má í raun ekki handleika áfengið eða selja það.