Blaðamannafundur

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu boðar til blaðamannafundar í dag, klukkan 11.30 að Hverfisgötu 113. Efni fundarins er lögregluaðgerð sem ráðist var í á Austurlandi fyrr í morgun. Samkvæmt heimildum Fréttavefjar Morgunblaðsins er um umfangsmikið fíkniefnamál að ræða en ekki er ljóst um hve mikið magn af fíkniefnum fundust við leit í skútu í höfninni á Fáskrúðsfirði í morgun.

Bookmark the permalink.

Comments are closed.