Við þekkjum þessi mál ansi vel en þarna er um svikatilraun að ræða sem snýr að því að reyna að fá þig til að setja inn hugbúnað sem í raun er eins konar vírus og verður til þess að óprúttnir aðilar ná yfirráðum á tölvu þinni og krefjast síðan lausnargjalds fyrir tölvuna.
Við þessu er fátt annað að gera en að vara aðra við, en það höfum við gert reglulega og sendum þá út aðvaranir vegna þessa til að vara sem flesta við. Hringingarnar koma frá löndum þar sem erfitt er að nálgast upplýsingar og þar sem tími og mannaforráð lögreglu eru takmörkuð viljum við síður eyða tíma í mál þar sem enginn skaði varð og engin hætta á ferðum.
Ef fólk er hins vegar í þeirri stöðu að hafa fallið fyrir slíkum hringingum er gríðarlega mikilvægt að taka tölvuna strax úr sambandi við netið og leita aðstoðar sérhæfðra aðila við að hreinsa tölvuna.
Posted in: Ýmislegt