Nei, því miður getum við ekki gert það, þó við vildum endilega aðstoða. Ástæðan er hreinlega sú að ef við myndum birta tapað-fundið tilkynningar á síðunni okkar myndi hún fljótt varla snúast um annað og við því megum við ekki.

Allir óskilamunir sem okkur eru afhentir fara á Pinterest vefinn okkar, en ú eru komnir inn allir munir sem okkur hafa borist síðan 1. janúar 2014. Þannig að ef þú týndir muninum eftir þann tíma mun hann verða birtur á Pinterest vefnum okkar ef hann skyldi rata til okkar: www.pinterest.com/logreglan

Best er að þú kíkir þangað inn, en ef munurinn er ekki þar geturðu kíkt þarna aftur inn síðar og séð hvort að munurinn hafi fundist. Ef að munurinn sem þú týndir hefur glatast fyrir 1. janúar 2014 geturðu sent okkur skilaboð í netfangið oskilamunir(at)lrh.is og þá könnum við hvort hann sé hjá okkur. Einnig bendi ég þér á að búa til litla tilkynningu og biðja vini og kunningja á fésbókinni um að deila henni, en með því má fá ansi mikla dreifingu.

Posted in: Týndir munir