Þannig að ef ekki er uppi gangbrautarmerki þá er ekki um gangbraut að ræða og í þessu tilfelli er um að ræða hraðahindrun eða gönguleið/hjólaleið án gangbrautarréttar samkvæmt umferðarlögum. Þó má aldrei gleyma að meginregla umferðarlaga 4. gr. Um tillitsemi við gangandi sem og aðra vegfarendur á alltaf við. Þarna eru gangandi sem og hjólandi að þvera veg á hraðahindrun og göngu-hjólaþverun án gangbrautarréttar.
Til þess að um gangbraut sé að ræða þarf að vera þar tilgert skilti sem skal vera báðum megin akbrautar. Ef eyja er á akbraut má merkið einnig vera þar. Yfir akbraut skal að jafnaði merkt með hvítum samhliða röndum langsum á vegi. Heimilt er þó að merkja gangbraut með tveimur óbrotnum línum eða bóluröðum þvert yfir akbrautina. Merkingu þessa má einnig nota þar sem hjólreiðarstígur eða reiðvegur þverar veg.
Posted in: Umferðarmál