Allan þennan fróðleik og mun meiri er að finna í reglugerð um gerð og búnað ökutækja, en hana er að finna hér að neðan. Reglugerð sú inniheldur allar upplýsingar sem snúa að tæknimálum ökutækja.
Ekki er löglegt að vera með filmur í framhliðarrúðum ökutækja en sannarlega getur það verið löglegt að vera með litað gler, en margir bílar koma með slíkum útbúnaði. Í reglugerðinni segir:
09.01 Rúður.
- Rúður skulu vera úr lagskiptu öryggisgleri, hertu öryggisgleri eða plastefni sem myndar ekki hvassar brúnir við brot.
- Framrúða eða vindhlíf skal vera þannig gerð að hún hvorki brengli né óskýri mynd þeirra hluta sem sjást í gegnum hana.
- Ljósgegnumstreymi framrúðu og fremstu hliðarrúða skal innan eðlilegs sjónsviðs vera a.m.k. 70%.
Einnig var spurt hvort að skipta mætti út framhliðarrúðum fyrir svartar rúður eða speglagler. Svarið við því er nei, það má ekki setja svartar rúður eða speglagler en það mætti skipta út hliðarrúðum fyrir rúður sem uppfylla skilyrðin hérna að ofan.
Reglugerðina er að finna hérna.
Posted in: Umferðarmál