Frá vettvangi á Vesturlandsvegi/Miklubraut.
9 Mars 2021 11:55

Í síðustu viku slösuðust sex vegfarendur í fjórum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 28. febrúar – 6. mars, en alls var tilkynnt um 36 umferðaróhöpp í umdæminu.

Miðvikudaginn 3. mars kl. 14.39 var bifreið ekið á vespu á upphækkaðri gangbraut á mótum Kringlumýrarbrautar og Hamrahlíðar. Í aðdragandanum var bifreiðinni ekið suður Kringlumýrarbraut og beygt vestur Hamrahlíð, en vespunni var ekið á hjólastíg suður Kringlumýrarbraut og inn á áðurnefnda gangbraut. Ökumaður vespunnar, sem var hjálm, var fluttur á slysadeild.

Þrjú umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 4. mars. Kl. 12.11 var bifreið ekið vestur Sæbraut, áleiðis að gatnamótum við Langholtsveg, og aftan á aðra. Við áreksturinn valt aftari bifreiðin, en ökumaðurinn hennar sagðist hafa sofnað við stýrið, og rann fram fyrir hina. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Kl. 16.30 var bifreið ekið vestur Vesturlandsveg/Miklubraut og aftan á aðra á aðrein að Sæbraut/Reykjanesbraut. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Og kl. 17.21 var bifreið ekið á hjólreiðamann á Vesturgötu í Reykjavík. Hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með hjálm, var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.