7 September 2018 11:14

 

Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært á annan tug ökumanna fyrir hraðakstur í  umdæminu það sem af er þessari viku. Sá sem hraðast ók mældist á 148 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Hann þarf að greiða 210 þúsund krónur í sekt auk  ökuleyfissviptingar í einn mánuð.

Fáeinir voru teknir úr umferð vegna gruns um fíkniefna- eða ölvunarakstur. Tveir þeirra óku sviptir ökuréttindum og einn til viðbótar með fíkniefni í fórum sínum.

Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af átta bifreiðum sem ýmist voru ótryggðar eða óskoðaðar.