9 Mars 2021 18:27

Ekkert virkt COVID smit er greint á Austurlandi.

Ný smit sem greinst hafa á landinu sýna að við erum enn ekki komin fyrir vind. Aðgerðastjórn hvetur því alla til að gefa hvergi eftir í sínum persónubundnu smitvörnum, muna tveggja metra regluna, grímunotkun þar sem hún er skylda og að gleyma ekki handþvotti og sprittnotkun.

Það er gömul saga og ný að alls staðar þar sem við komum saman; í verslun, á sund- og líkamsræktarstöðvum og á veitingastöðum og krám þurfum við að gæta að okkur. Gildir þá einu hvort við erum viðskiptavinir eða starfandi í afgreiðslu.

Þá áréttar aðgerðastjórn mikilvægi þess að halda sig heima ef veikindi gera vart við sig og leita ráða í síma 1700 hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands.

Verum varkár og gætin, öll sem eitt, nú sem fyrr.