Sumarafleysingarmenn á Vesturlandi – sumarið 2016

16 Mars 2016 16:42
Síðast uppfært: 16 Mars 2016 klukkan 16:42

Við embætti lögreglustjórans á Vesturlandi eru lausar til umsóknar stöður almennra lögreglumanna á starfsstöðvum umdæmisins sumarið 2016.  Um er að ræða afleysingar á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst.

Umsóknarfrestur er til og með 28. mars nk. og skal umsóknum skilað til lögreglustjórans á Vesturlandi, Bjarnarbraut 2, 310 Borgarnes eða sendar á netfangið vesturland@logreglan.is

Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landssambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%. Starfið er vaktavinna en lögreglumaður með starfsstöð í Ólafsvík þarf jafnframt að standa bakvaktir. Færni í mannlegum samskiptum, góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði, nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni til að starfa í hóp eru nauðsynlegir eiginleikar. Góð staðarþekking er kostur.

Nánari upplýsingar veitir Jón S. Ólason í síma 444 3000.  Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu/setningu liggur fyrir. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir liðnum eyðublöð.