Sumarafleysingamenn í umdæmi Lögreglustjórans á Suðurlandi sumarið 2016

18 Febrúar 2016 15:33
Síðast uppfært: 18 Febrúar 2016 klukkan 15:35

Sumarafleysingar – Lögreglan á Suðurlandi – Selfoss – Hvolsvöllur – Vík – Kirkjubæjarklaustur – Höfn

13 stöður almennra lögreglumanna

Við embætti lögreglustjórans á Suðurlandi eru lausar til umsóknar 13 stöður almennra lögreglumanna á starfsstöðvum umdæmisins við sumarafleysingar sumarið 2016  Lögreglustjóri setur í stöðurnar frá og með 1. júní 2016 til og með 31. ágúst 2016 en þó geta verið frávik frá þeim dagsetningum vegna röðunar orlofs skipaðra starfsmanna.

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars nk. og skal umsóknum skilað til lögreglustjórans á Suðurlandi, Austurvegi 6, 860 Hvolsvöllur eða sendar á netfangið sudurland@logreglan.is

Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landssambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%. Starfið er vaktavinna og lögreglumenn sem settir eru til starfa með starfstöðvar á Hvolsvelli, í Vík, á Kirkjubæjarklaustri eða á Höfn þurfa að standa bakvaktir.  Góð þekking á lögreglukerfinu (LÖKE) er skilyrði. Færni í mannlegum samskiptum, góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði, nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni til að starfa í hóp eru nauðsynlegir eiginleikar. Góð staðarþekking er kostur.

Nánari upplýsingar veita Oddur Árnason og Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónar í síma 444 2000

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir liðnum eyðublöð.