Rannsóknarlögreglumaður – Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

15 Janúar 2015 04:31
Síðast uppfært: 15 Mars 2015 klukkan 04:33

Rannsóknarlögreglumaður
Við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er laus til umsóknar staða rannsóknarlögreglumanns í almennri deild með starfsstöð í Reykjanesbæ.
Gert er ráð fyrir að skipað verði í stöðuna til næstu 5 ára, frá og með 1. apríl 2015.
Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
Sinnir rannsóknum minni háttar mála og löggæslustörfum.

Hæfnikröfur
Til þess að hljóta skipun í stöðu rannsóknarlögreglumanns sbr. 3. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 1051/2006 um starfsstig innan lögreglunnar, skal umsækjandi hafa starfað sem lögreglumaður í að minnsta kosti 2 ár frá því hann lauk prófi frá Lögregluskóla ríkisins. Sá sem er skipaður til að gegna þessu starfi skal sækja námskeið í Lögregluskólanum, sem sniðið er að starfinu, og eftir því sem slíkt námskeið er haldið, hafi hann ekki sótt það áður. Æskilegt er að umsækjandi hafi einhverja reynslu af rannsóknum mála. Gerð er krafa um góða tölvukunnáttu, þekkingu á lögreglukerfinu og getu til að vinna með rafrænar upplýsingar og hefðbundin skjöl. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi yfir að ráða skipulagshæfni, sveigjanleika og vandvirkni í vinnubrögðum, góðri tungumálakunnáttu, auk frumkvæðis í starfi og færni í samskiptum.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Starfið er vaktavinna en unnið er eftir 5-4-5 vaktakerfi. Vinnutíminn er 07:00-19:00 og 19:00-07:00.
Eftirfarandi upplýsingum er beint að umsækjendum en samkvæmt 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996 er mælt fyrir um að engan má skipa, setja eða ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.02.2015

Nánari upplýsingar veitir
Gunnar Ólafur Schram – gunnar@logreglan.is – 444 2200
Skúli Jónsson – skulijons@logreglan.is – 444 2200

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
Brekkustíg 39
260, Reykjanesbær

Smelltu hér til að sækja um starf