Lögreglumenn, sumarafleysingar – Lögreglan á Vestfjörðum – Vestfirðir – 201503/326

1 Apríl 2015 09:00
Síðast uppfært: 7 Apríl 2015 klukkan 09:02

Lögreglan á Vestfjörðum – auglýsing um stöður sumarafleysingamanna.

Lögreglan á Vestfjörðum auglýsir eftir umsóknum um stöður afleysingamanna vegna sumarorlofs skipaðra lögreglumanna.

Lögreglustjóri setur, eða e.a. ræður, í stöðurnar frá og með 1. júní 2015 til og með 31. ágúst 2015 en þó geta verið frávik frá þeim dagsetningum.

Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl nk. og skal umsóknum skilað til lögreglustjórans á Vestfjörðum, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði eða sendar á netfangið vestfirdir@logreglan.is

Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landssambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%.  Lögreglan á Vestfjörðum er með þrjár starfsstöðvar, þ.e.a.s. á Hólmavík, Ísafirði og Patreksfirði.

Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins, en heimild er þó til að ráða ófagmenntað fólk til tímabundinna afleysingastarfa ef ekki sækja um fagmenntaðir einstaklingar. Góð þekking á lögreglukerfinu (LÖKE) er mikilvæg. Færni í mannlegum samskiptum, góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði, nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni til að starfa í hóp eru nauðsynlegir eiginleikar. Góð staðarþekking er kostur.

Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til þess að sækja um.

Nánari upplýsingar veita Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn, í síma 444 0404 og Jónas Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í síma 444 0433.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun liggur fyrir. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir liðnum eyðublöð.