Lögreglumaður – Lögreglustjórinn á Vesturlandi

19 Nóvember 2015 14:39
Síðast uppfært: 19 Nóvember 2015 klukkan 14:39

 

Hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi er laus til umsóknar staða lögreglumanns með starfsstöð í Ólafsvík.  Um verksvið lögreglumanns að öðru leyti vísast til 11. gr. reglugerðar um starfsstig innan lögreglunnar nr. 1051/2006.

Gert er ráð fyrir því að lögreglustjóri skipi í stöðuna til 5 ára frá og með 1. janúar 2016.

Umsóknarfrestur er til og með 7. desember nk. og skal umsóknum skilað til lögreglustjórans á Vesturlandi, Bjarnarbraut 2, 310 Borgarnes eða senda á netfangið vesturland@logreglan.is

Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landsambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%.

Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins. Góð þekking á lögreglukerfinu (LÖKE) er mikilvæg. Færni í mannlegum samskiptum, sjálfstæði í starfi, góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði, nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni til að starfa í hóp eru nauðsynlegir eiginleikar. Góð staðarþekking er kostur.

Nánari upplýsingar veitir Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn, í síma 444-0300.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun liggur fyrir. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir liðnum eyðublöð.

Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.