Laust starf kerfisstjóra við embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum

Laust starf kerfisstjóra við embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum

24 Janúar 2020 11:51

Við leitum eftir áhugasömum einstaklingi til starfa sem kerfisstjóri embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum (LSS). Hlutverk embættisins er hvers kyns löggæsla, landmæraeftirlit, rannsóknir lögreglumála og sakamála. Hjá embættinu starfa um 170 manns á þremur starfsstöðvum.
Við viljum ráða jákvæðan, metnaðarfullan og þjónustulipran einstakling sem er töluglöggur, lausnamiðaður og hefur reynslu af umsjón net- og kerfismála. Áhersla er lögð á árangursríkt samstarf við mismunandi deildir embættisins

Helstu verkefni og ábyrgð

– Umsjón og ábyrgð á rekstri og viðhaldi upplýsingakerfa hjá LSS
– Þjónusta og samskipti við starfsmenn LSS á sviði tölvumála.
– Tengiliður LSS við RLS og aðra utankomandi aðila.
– Ýmis umsjón og utanumhald í tengslum við starfsmannakerfi.
– Aðstoð og ráðgjöf til stjórnenda á sviði upplýsingamála.
– Ýmis önnur tilfallandi störf.

Hæfnikröfur

Hæfnikröfur
– Nám í tölvunarfræði, kerfisfræði eða sambærilegt sem nýtist í starfi
– Góð samskipta- og greiningarfærni
– Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
– Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
– Nákvæmni, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
– Rík vitund um upplýsingaöryggi

Mikilvægir kostir
– Reynsla og þekking á uppsetningu og viðhaldi tölvukerfa
– Þekking á Share Point er kostur
– Góð þekking á almennri forritun er kostur.
– Metnaður til að ná árangri og hæfni til tileinka sér nýjungar og breytingar.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt á; www.starfatorg.is
Umsækjendur eru beðnir um að skila með umsókn kynningarbréfi ásamt starfsferilskrá
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Auglýsing þessi gildir í 6 mánuði, sbr. ákvæði 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Athygli umsækjenda er vakin á heimild til að skoða sakaferil umsækjenda um starf í lögreglu en í 28. gr. a. Lögreglulaga nr. 90/1996 segir: „Engan má skipa, setja eða ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu“.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 11.02.2020

Nánari upplýsingar veitir

Helgi Þorkell Kristjánsson – Hthk01@logreglan.is – 4442200
Pétur Óli Jónsson – poj01@logreglan.is – 4442200

Persónuverdaryfirlýsing

 

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
Fjármál og skrifstofuhald
Brekkkustígur 39
260 Reykjanesbær

Auglýsing-yfirlögregluþj.

Auglýsing-yfirlögregluþj.

2 Maí 2019 14:50

 

Yfirlögregluþjónn – Lögreglustjórinn á Austurlandi – Eskifjörður.

 

Lögreglustjórinn á Austurlandi auglýsir lausa til umsóknar stöðu yfirlögregluþjóns við embættið, með starfsstöð á Eskifirði. Stefnt er  að því að skipa  í stöðuna frá 1. ágúst 2019.

Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum, sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar og hafa starfað sem lögreglumaður í að minnsta kosti 5 ár að prófi loknu, sbr. 2. mgr. 14. gr. reglugerðar um starfsstig innan lögreglunnar nr. 1051/2006. Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um.   Áskilið er að yfirlögregluþjónn hafi búsetu í Fjarðabyggð.

Ábyrgð og helstu verkefni.

Um verksvið og ábyrgð yfirlögregluþjóna er fjallað í 5. gr. nefndrar reglugerðar.

Yfirlögregluþjónn fer með daglega stjórn og ábyrgð lögregluliðsins í umboði lögreglustjóra, svo og með tilteknum verkefnum sem honum eru falin og krefjast sérstakrar þekkingar, þjálfunar og eða menntunar, þ.m.t. rannsókn einstakra mála og aðstoð við saksókn.

Yfirlögregluþjónn hefur eftirlit með því að reglum og fyrirmælum sé framfylgt, og vinna lögreglumanna uppfylli að öllu leyti fagleg vinnubrögð. Hefur umsjón með tækja- og tæknibúnaði og að lögreglumenn færi skráningu mála og atburði, sem tilkynntir eru í skráningarkefi lögreglu samkvæmt reglum og fyrirmælum.

Yfirlögregluþjónn tekur þátt í áætlunargerð, skipulagningu og markmiðssetningu embættisins og að fjárhagslegur rekstur lögregluliðsins sé innan fjárheimilda.

Hæfnikröfur.

Færni í mannlegum samskiptum, skipulagshæfileikar, frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum, jákvæðni, stundvísi og leiðtogahæfni eru mikilvægir eiginleikar. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi reynslu og menntun í rannsókn sakamála og hafi hlotið til þess þjálfun og búi yfir stjórnendareynslu  innan lögreglunnar.

Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið stjórnunarnámi frá Lögregluskóla ríkisins, Endurmenntun HÍ eða sambærilegu stjórnunarnámi. Önnur menntun og reynsla, sem nýtist í starfi er kostur. Þekking á skipulagi almannavarna er mikilvæg.

Frekari upplýsingar um starfið.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi, sem fjármála- og efnahagsráðherra og Landssamband lögreglumanna hafa gert.  Samkvæmt 28. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 er lögreglustjóra heimilt að staðreyna hvort viðkomandi umsækjandi uppfylli skilyrði e-liðar 2. mgr. nefndrar greinar, með öflun upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu.

Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skal skilað til Lögreglustjórans á Austurlandi, Strandgötu 52, 735 Eskifirði eða sendar á netfangið: ilj01@logreglan.is

Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2019. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina.  Öllum umsækjendum verður svarað, þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir.

Nánari upplýsingar veitir.

Jónas Wilhelmsson Jensen, yfirlögregluþjónn, s. 444 0635, netfang:  jonasw@logreglan.is

 

Eskifirði, 23. apríl 2019.

Lögreglustjórinn á Austurlandi.

Lausar stöður lögreglumanna annarsvegar og rannsóknarlögreglumanns hinsvegar

Lausar stöður lögreglumanna annarsvegar og rannsóknarlögreglumanns hinsvegar

5 Júní 2018 13:27

Auglýstar eru stöður 6 lögreglumanna með starfsstöð á Selfossi með auglýsingu á Starfatorgi (hér) og staða rannsóknarlögreglumanns við rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi með starfsstöð á Selfossi (hér)

Laust starf skrifstofumanns í Stykkishólmi

Laust starf skrifstofumanns í Stykkishólmi

6 Febrúar 2017 10:52

Skrifstofumaður – Stykkishólmur

Við embætti Lögreglustjórans á Vesturlandi er laust til umsóknar starf skrifstofumanns með starfsstöð í Stykkishólmi. Um er að ræða 100% starf.  Ráðið verður í stöðuna frá 1. apríl 2017.

Ábyrgð og verksvið
Í starfinu felst mikil tölvuvinnsla, úrvinnsla sönnunargagna úr hraðamyndavélum, skráning gagna í tölvukerfi lögreglunnar, sektarmeðferð, símsvörun og önnur almenn skrifstofuvinna.

Menntunar- og hæfniskröfur
• Stúdentspróf eða sambærileg menntun
• Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum 
• Skipuleg, vönduð og nákvæm vinnubrögð
• Frumkvæði í starfi og geta til að vinna undir álagi
• Góð tölvukunnátta er nauðsynleg og þekking á MS Office
• Gott vald á íslensku og ensku

Frekari upplýsingar um starfið
Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi  fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og SFR.

Umsóknum á að skila til lögreglustjórans á Vesturlandi, Bjarnarbraut 2, 310 Borgarnes eða senda á netfangið vesturland@logreglan.is og láta ferilskrá fylgja með.

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá og staðfestar upplýsingar um menntun. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við þá umsækjendur sem til álita koma.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.  

Umsóknarfrestur er til og með 20.02.2017

Nánari upplýsingar veitir
Ólafur Guðmundsson, yfirlögregluþjónn, í síma 444-0300.

Laus staða lögreglumanns á Vesturlandi

Laus staða lögreglumanns á Vesturlandi

2 Janúar 2017 16:30

Lögreglumaður – Lögreglustjórinn á Vesturlandi

Við embætti lögreglustjórans á Vesturlandi er laus til umsóknar tímabundin staða lögreglumanns á Snæfellsnesi með starfsstöð í Ólafsvík.  Sett verður í stöðuna frá 1. febrúar 2017 og er til 1 árs.

Helstu verkefni og ábyrgð Hlutverk lögreglu er að gæta almannaöryggis og tryggja réttaröryggi; stemma stigu við afbrotum og vinna að uppljóstran brota; greiða götu borgaranna og veita yfirvöldum aðstoð við framkvæmd starfa sinna og að halda uppi almannafriði og allsherjarreglum

Hæfnikröfur Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins. Góð þekking á lögreglukerfinu (LÖKE) er æskileg og góð enskukunnátta sömuleiðis. Önnur tungumálakunnátta er kostur. Færni í mannlegum samskiptum, skipulagshæfileikar, frumkvæði og nákvæmni í vinnubrögðum eru mikilvægir eiginleikar.

Frekari upplýsingar um starfið Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi  fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landssambands lögreglumanna.

Starfið er vaktavinna og starfshlutfall er 100%.

Umsóknum skilað til lögreglustjórans á Vesturlandi, Bjarnarbraut 2, 310 Borgarnes eða senda á netfangið vesturland@logreglan.is og láta ferilskrá fylgja með.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.  Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir liðnum eyðublöð.

Umsóknarfrestur er til og með 23.01.2017

Nánari upplýsingar veitir Jón Sigurður Ólason – 8404@tmd.is – 4440300

Lögreglustjórinn á Vesturlandi

Bjarnarbraut 2,

310  Borgarnes

Lausar stöður lögreglumanna – Vesturland

Lausar stöður lögreglumanna – Vesturland

29 Nóvember 2016 08:51

Við embætti lögreglustjórans á Vesturlandi eru tvær stöður lögreglumanna, með starfsstöð í Borgarnesi, lausar til umsóknar. Um er að ræða vaktavinnu. Önnur staðan á almennum vöktum og hin við vegaeftirlit.  Unnið eftir svonefndu 5-5-4 kerfi á 12 tíma vöktum.

Gert er ráð fyrir að skipað verði í stöðurnar, til 5 ára, frá og með 1. janúar 2017.  Nánari upplýsingar veitir Jón S. Ólason yfirlögregluþjónn í síma 444-0300.  Umsóknarfrestur er til og með 9. desember 2016 og skal umsóknum skilað til Lögreglustjórans á Vesturlandi, Bjarnarbraut 2, 310 Borgarnes eða á netfangið vesturland@logreglan.is.

Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs og Landssambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%.

Færni í mannlegum samskiptum, góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði, vandvirkni og nákvæmni í vinnubrögðum sem og hæfni til að starfa í hóp eru nauðsynlegir eiginleikar. Góð staðarþekking er kostur. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins.

Umsóknir, sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur, verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir liðnum eyðublöð.

Sumarafleysingarmenn á Vesturlandi – sumarið 2016

Sumarafleysingarmenn á Vesturlandi – sumarið 2016

16 Mars 2016 16:42

Við embætti lögreglustjórans á Vesturlandi eru lausar til umsóknar stöður almennra lögreglumanna á starfsstöðvum umdæmisins sumarið 2016.  Um er að ræða afleysingar á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst.

Umsóknarfrestur er til og með 28. mars nk. og skal umsóknum skilað til lögreglustjórans á Vesturlandi, Bjarnarbraut 2, 310 Borgarnes eða sendar á netfangið vesturland@logreglan.is

Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landssambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%. Starfið er vaktavinna en lögreglumaður með starfsstöð í Ólafsvík þarf jafnframt að standa bakvaktir. Færni í mannlegum samskiptum, góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði, nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni til að starfa í hóp eru nauðsynlegir eiginleikar. Góð staðarþekking er kostur.

Nánari upplýsingar veitir Jón S. Ólason í síma 444 3000.  Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu/setningu liggur fyrir. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir liðnum eyðublöð.

Lögreglumaður – Lögreglustjórinn á Vestfjörðum

Lögreglumaður – Lögreglustjórinn á Vestfjörðum

3 Mars 2016 15:08

Lögreglan á Vestfjörðum auglýsir eftir umsóknum um stöðu lögreglumanns með starfsstöð á Hólmavík.

Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl nk. og skal umsóknum skilað til lögreglustjórans á Vestfjörðum, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði eða sendar á netfangið vestfirdir@logreglan.is

Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landsambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%.

Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins, en heimild er þó til að ráða ófagmenntað fólk til tímabundinna afleysingastarfa ef ekki sækja um fagmenntaðir einstaklingar. Góð þekking á lögreglukerfinu (LÖKE) er mikilvæg. Færni í mannlegum samskiptum, góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði, nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni til að starfa í hóp eru nauðsynlegir eiginleikar. Góð staðarþekking er kostur.

Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til þess að sækja um.

Nánari upplýsingar veita Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn, í síma 444 0404, Jónas Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í síma 444 0433 og Hannes Leifsson, aðalvarðstjóri, í síma 444 0421.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun liggur fyrir. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir liðnum eyðublöð.

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum,

Karl Ingi Vilbergsson.

Sumarafleysingamenn í umdæmi Lögreglustjórans á Suðurlandi sumarið 2016

Sumarafleysingamenn í umdæmi Lögreglustjórans á Suðurlandi sumarið 2016

18 Febrúar 2016 15:33

Sumarafleysingar – Lögreglan á Suðurlandi – Selfoss – Hvolsvöllur – Vík – Kirkjubæjarklaustur – Höfn

13 stöður almennra lögreglumanna

Við embætti lögreglustjórans á Suðurlandi eru lausar til umsóknar 13 stöður almennra lögreglumanna á starfsstöðvum umdæmisins við sumarafleysingar sumarið 2016  Lögreglustjóri setur í stöðurnar frá og með 1. júní 2016 til og með 31. ágúst 2016 en þó geta verið frávik frá þeim dagsetningum vegna röðunar orlofs skipaðra starfsmanna.

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars nk. og skal umsóknum skilað til lögreglustjórans á Suðurlandi, Austurvegi 6, 860 Hvolsvöllur eða sendar á netfangið sudurland@logreglan.is

Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landssambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%. Starfið er vaktavinna og lögreglumenn sem settir eru til starfa með starfstöðvar á Hvolsvelli, í Vík, á Kirkjubæjarklaustri eða á Höfn þurfa að standa bakvaktir.  Góð þekking á lögreglukerfinu (LÖKE) er skilyrði. Færni í mannlegum samskiptum, góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði, nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni til að starfa í hóp eru nauðsynlegir eiginleikar. Góð staðarþekking er kostur.

Nánari upplýsingar veita Oddur Árnason og Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónar í síma 444 2000

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir liðnum eyðublöð.

Lögreglumaður – Lögreglustjórinn á Vesturlandi

Lögreglumaður – Lögreglustjórinn á Vesturlandi

19 Nóvember 2015 14:39

 

Hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi er laus til umsóknar staða lögreglumanns með starfsstöð í Ólafsvík.  Um verksvið lögreglumanns að öðru leyti vísast til 11. gr. reglugerðar um starfsstig innan lögreglunnar nr. 1051/2006.

Gert er ráð fyrir því að lögreglustjóri skipi í stöðuna til 5 ára frá og með 1. janúar 2016.

Umsóknarfrestur er til og með 7. desember nk. og skal umsóknum skilað til lögreglustjórans á Vesturlandi, Bjarnarbraut 2, 310 Borgarnes eða senda á netfangið vesturland@logreglan.is

Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landsambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%.

Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins. Góð þekking á lögreglukerfinu (LÖKE) er mikilvæg. Færni í mannlegum samskiptum, sjálfstæði í starfi, góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði, nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni til að starfa í hóp eru nauðsynlegir eiginleikar. Góð staðarþekking er kostur.

Nánari upplýsingar veitir Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn, í síma 444-0300.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun liggur fyrir. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir liðnum eyðublöð.

Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Lögreglumaður – Lögreglustjórinn á Vesturlandi

Lögreglumaður – Lögreglustjórinn á Vesturlandi

17 Nóvember 2015 14:44

Hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi er laus til umsóknar staða lögreglumanns með starfsstöð í Borgarnesi. Um er að ræða vaktavinnu við vegaeftirlit. Um verksvið lögreglumanns að öðru leyti vísast til 11. gr. reglugerðar um starfsstig innan lögreglunnar nr. 1051/2006.

Gert er ráð fyrir því að lögreglustjóri skipi í stöðuna til 5 ára frá og með 1. janúar 2016.

Umsóknarfrestur er til og með 4. desember nk. og skal umsóknum skilað til lögreglustjórans á Vesturlandi, Bjarnarbraut 2, 310 Borgarnes eða senda á netfangið vesturland@logreglan.is

Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landsambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%.

Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins. Góð þekking á lögreglukerfinu (LÖKE) er mikilvæg. Færni í mannlegum samskiptum, sjálfstæði í starfi, góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði, nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni til að starfa í hóp eru nauðsynlegir eiginleikar. Góð staðarþekking er kostur.

Nánari upplýsingar veitir Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn, í síma 444-0300.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun liggur fyrir. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir liðnum eyðublöð.

 

Lögreglumenn – Lögreglustjórinn á Vesturlandi

Lögreglumenn – Lögreglustjórinn á Vesturlandi

21 Október 2015 14:43

Við embætti lögreglustjórans á Vesturlandi eru tvær stöður lögreglumanna lausar til umsóknar.   Um er að ræða vaktavinnu á sólarhringsvöktum á starfssvæðinu Akranes / Borgarnes.  Unnið er eftir svonefndu 5 – 5 – 4 vaktkerfi á 12 tíma vöktum.

Gert er ráð fyrir að skipað verði í stöðurnar, til 5 ára, frá og með 1. janúar 2016.

Nánari upplýsingar veitir Jón S. Ólason yfirlögregluþjónn í síma 444-0305.

Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember nk. og skal umsóknum skilað til Jóns S. Ólasonar yfirlögregluþjóns, lögreglustöðinni, Þjóðbraut 13, 300 Akranesi eða á tölvupóstfangið jon.s.ola@logreglan.is .

Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landssambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%.

Færni í mannlegum samskiptum, góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði, vandvirkni og nákvæmni í vinnubrögðum sem og hæfni til að starfa í hóp eru nauðsynlegir eiginleikar. Góð staðarþekking er kostur. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins.

Umsóknir, sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur, verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir liðnum eyðublöð.

Jón S. Ólason

Yfirlögregluþjónn

Lögreglan vesturlandi

 

Lögreglumenn – Lögreglustjórinn á Vesturlandi

Lögreglumenn – Lögreglustjórinn á Vesturlandi

13 Október 2015 14:25

Við embætti Lögreglustjórans á Vesturlandi er laus staða lögreglumanns, með starfsstöð í Búðardal

Gert er ráð fyrir að skipað verði í stöðuna, til 5 ára, frá og með 1. janúar 2016.

Nánari upplýsingar veitir Jón S. Ólason yfirlögregluþjónn í síma 444-0305.

Umsóknarfrestur er til og með 15 nóvember nk. og skal umsóknum skilað til Jóns S. Ólasonar yfirlögregluþjóns, Lögreglustöðinni, Þjóðbraut 13, 300 Akranesi eða á tölvupóstfangið jon.s.ola@logreglan.is .

Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landssambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%.

Um er að ræða vaktavinnu á virkum dögum ásamt bakvöktum.  Einn lögreglumaður verður í Búðardal og heyrir hann undir varðstjóra vaktarinnar suðursvæði embættisins ( Akranes / Borgarnes ).  Stefnt er að því að fjórir héraðslögreglumenn verði að auki staðsettir í Dölum.

Færni í mannlegum samskiptum, góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði, vandvirkni og nákvæmni í vinnubrögðum sem og hæfni til að starfa í hóp eru nauðsynlegir eiginleikar. Góð staðarþekking er kostur. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins.

Umsóknir, sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur, verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir liðnum eyðublöð.

 

 

Jón S. Ólason

Yfirlögregluþjónn

Lögreglan Vesturlandi

Lögreglan á Vestfjörðum – þrjár stöður lögreglumanna lausar.

Lögreglan á Vestfjörðum – þrjár stöður lögreglumanna lausar.

5 Ágúst 2015 09:36

Lögreglan á Vestfjörðum auglýsir eftir umsóknum um stöður lögreglumanna, tvær með starfsstöð á Ísafirði og eina með starfsstöð á Patreksfirði.

Gert er ráð fyrir því að lögreglustjóri skipi í stöðurnar frá og með 1. október nk.

Umsóknarfrestur er til og með 28. ágúst nk. og skal umsóknum skilað til lögreglustjórans á Vestfjörðum, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði eða sendar á netfangið vestfirdir@logreglan.is

Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landsambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%.

Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins, en heimild er þó til að ráða ófagmenntað fólk til tímabundinna afleysingastarfa ef ekki sækja um fagmenntaðir einstaklingar. Góð þekking á lögreglukerfinu (LÖKE) er mikilvæg. Færni í mannlegum samskiptum, góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði, nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni til að starfa í hóp eru nauðsynlegir eiginleikar. Góð staðarþekking er kostur.

Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til þess að sækja um.

Nánari upplýsingar veita Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn, í síma 444 0404 og Jónas Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í síma 444 0433.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun liggur fyrir. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir liðnum eyðublöð.

 

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum,

Karl Ingi Vilbergsson.

Lögreglumaður – Lögreglustjórinn á Vestfjörðum

Lögreglumaður – Lögreglustjórinn á Vestfjörðum

6 Júlí 2015 15:28

Við embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum er laus til umsóknar ein staða lögreglumanns, með starfsstöð á Hólmavík.

Gert er ráð fyrir að skipað verði í stöðuna, til 5 ára, frá og með 1. ágúst 2015. Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til þess að sækja um. Nánari upplýsingar veita Hlynur Hafberg Snorrason yfirlögregluþjónn í síma 444 0404, Jónas Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í síma 444 0433 eða Hannes Leifsson, aðalvarðstjóra á Hólmavík, í síma 444 0421.

Umsóknarfrestur er til og með 22. júlí nk. og skal umsóknum skilað til lögreglustjórans á Vestfjörðum, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði eða á tölvupóstfangið vestfirdir@logreglan.is
Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landssambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%.

Færni í mannlegum samskiptum, góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði, vandvirkni og nákvæmni í vinnubrögðum sem og hæfni til að starfa í hóp eru nauðsynlegir eiginleikar. Góð staðarþekking er kostur.

Umsóknir, sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur, verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir liðnum eyðublöð.

Lögreglumenn, sumarafleysingar – Lögreglan á Vestfjörðum – Vestfirðir – 201503/326

Lögreglumenn, sumarafleysingar – Lögreglan á Vestfjörðum – Vestfirðir – 201503/326

1 Apríl 2015 09:00

Lögreglan á Vestfjörðum – auglýsing um stöður sumarafleysingamanna.

Lögreglan á Vestfjörðum auglýsir eftir umsóknum um stöður afleysingamanna vegna sumarorlofs skipaðra lögreglumanna.

Lögreglustjóri setur, eða e.a. ræður, í stöðurnar frá og með 1. júní 2015 til og með 31. ágúst 2015 en þó geta verið frávik frá þeim dagsetningum.

Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl nk. og skal umsóknum skilað til lögreglustjórans á Vestfjörðum, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði eða sendar á netfangið vestfirdir@logreglan.is

Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landssambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%.  Lögreglan á Vestfjörðum er með þrjár starfsstöðvar, þ.e.a.s. á Hólmavík, Ísafirði og Patreksfirði.

Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins, en heimild er þó til að ráða ófagmenntað fólk til tímabundinna afleysingastarfa ef ekki sækja um fagmenntaðir einstaklingar. Góð þekking á lögreglukerfinu (LÖKE) er mikilvæg. Færni í mannlegum samskiptum, góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði, nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni til að starfa í hóp eru nauðsynlegir eiginleikar. Góð staðarþekking er kostur.

Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til þess að sækja um.

Nánari upplýsingar veita Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn, í síma 444 0404 og Jónas Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í síma 444 0433.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun liggur fyrir. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir liðnum eyðublöð.

Lögreglumenn – Lögreglustjórinn á Vesturlandi

Lögreglumenn – Lögreglustjórinn á Vesturlandi

24 Mars 2015 12:34

24. mars 2015

Við embætti lögreglustjórans á Vesturlandi eru lausar til umsóknar tvær stöður lögreglumanna, með starfsstöð á Snæfellsnesi

Gert er ráð fyrir að skipað verði í stöðurnar, til 5 ára, frá og með 1. júní 2015. Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til þess að sækja um. Nánari upplýsingar veitir Jón S. Ólason yfirlögregluþjónn í síma 444-0305.

Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl nk. og skal umsóknum skilað til Jóns S. Ólasonar yfirlögregluþjóns, Lögreglustöðinni, Þjóðbraut 13, 300 Akranesi eða á tölvupóstfangið jon.s.ola@logreglan.is .

Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landssambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%.

Um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er eftir svonefndu 5-5-4 kerfi.  12 tíma vaktir og bakvakt 12 tíma.

Færni í mannlegum samskiptum, góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði, vandvirkni og nákvæmni í vinnubrögðum sem og hæfni til að starfa í hóp eru nauðsynlegir eiginleikar. Góð staðarþekking er kostur. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins.

Umsóknir, sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur, verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir liðnum eyðublöð.

Aðalvarðstjórar – Sérsveit ríkislögreglustjóra

Aðalvarðstjórar – Sérsveit ríkislögreglustjóra

20 Janúar 2015 04:38

Auglýsing nr. 43/2014

Við embætti ríkislögreglustjóra eru lausar til umsóknar  tvær tímabundnar stöður aðalvarðstjóra í sérsveit. Starfsstöð er að Skúlagötu 21, Reykjavík.  Ríkislögreglustjóri setur í stöðurnar frá og með 6. ágúst 2014, í aðra stöðuna til og með 31. maí 2015 en hina til og með 30. júní 2015.

Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins og vera starfandi í sérsveit ríkislögreglustjóra og er æskilegt að þeir hafi 5 ára starfsaldur í sérsveit. Umsækjendur þurfa að hafa haldgóða þekkingu á sérsveitarmálefnum. Reynsla af stjórnun er æskileg. Góðir hæfileikar til mannlegra samskipta, skipulagshæfileikar, frumkvæði, nákvæmni í vinnubrögðum og færni til að leiða hóp eru mikilvægir eiginleikar.

Umsóknum skal skilað til ríkislögreglustjóra, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík, en umsóknarfrestur er til og með 8. júlí nk.  Guðmundur Ómar Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn veitir nánari upplýsingar um starfið í síma 444-2500.

Ráðningakjör eru skv. kjarasamningi Landssambands lögreglumanna og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.  Starfshlutfall er 100%. Ríkislögreglustjóri setur í stöðurnar. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina.  Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um setningu hefur verið tekin.

Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir liðnum „eyðublöð“.

Reykjavík, 20. júní 2014.

Ríkislögreglustjórinn

Rannsóknarlögreglumaður – Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

Rannsóknarlögreglumaður – Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

15 Janúar 2015 04:31

Rannsóknarlögreglumaður
Við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er laus til umsóknar staða rannsóknarlögreglumanns í almennri deild með starfsstöð í Reykjanesbæ.
Gert er ráð fyrir að skipað verði í stöðuna til næstu 5 ára, frá og með 1. apríl 2015.
Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
Sinnir rannsóknum minni háttar mála og löggæslustörfum.

Hæfnikröfur
Til þess að hljóta skipun í stöðu rannsóknarlögreglumanns sbr. 3. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 1051/2006 um starfsstig innan lögreglunnar, skal umsækjandi hafa starfað sem lögreglumaður í að minnsta kosti 2 ár frá því hann lauk prófi frá Lögregluskóla ríkisins. Sá sem er skipaður til að gegna þessu starfi skal sækja námskeið í Lögregluskólanum, sem sniðið er að starfinu, og eftir því sem slíkt námskeið er haldið, hafi hann ekki sótt það áður. Æskilegt er að umsækjandi hafi einhverja reynslu af rannsóknum mála. Gerð er krafa um góða tölvukunnáttu, þekkingu á lögreglukerfinu og getu til að vinna með rafrænar upplýsingar og hefðbundin skjöl. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi yfir að ráða skipulagshæfni, sveigjanleika og vandvirkni í vinnubrögðum, góðri tungumálakunnáttu, auk frumkvæðis í starfi og færni í samskiptum.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Starfið er vaktavinna en unnið er eftir 5-4-5 vaktakerfi. Vinnutíminn er 07:00-19:00 og 19:00-07:00.
Eftirfarandi upplýsingum er beint að umsækjendum en samkvæmt 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996 er mælt fyrir um að engan má skipa, setja eða ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.02.2015

Nánari upplýsingar veitir
Gunnar Ólafur Schram – gunnar@logreglan.is – 444 2200
Skúli Jónsson – skulijons@logreglan.is – 444 2200

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
Brekkustíg 39
260, Reykjanesbær

Smelltu hér til að sækja um starf