Lögreglan á Vestfjörðum – þrjár stöður lögreglumanna lausar.

5 Ágúst 2015 09:36
Síðast uppfært: 5 Ágúst 2015 klukkan 09:36

Lögreglan á Vestfjörðum auglýsir eftir umsóknum um stöður lögreglumanna, tvær með starfsstöð á Ísafirði og eina með starfsstöð á Patreksfirði.

Gert er ráð fyrir því að lögreglustjóri skipi í stöðurnar frá og með 1. október nk.

Umsóknarfrestur er til og með 28. ágúst nk. og skal umsóknum skilað til lögreglustjórans á Vestfjörðum, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði eða sendar á netfangið vestfirdir@logreglan.is

Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landsambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%.

Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins, en heimild er þó til að ráða ófagmenntað fólk til tímabundinna afleysingastarfa ef ekki sækja um fagmenntaðir einstaklingar. Góð þekking á lögreglukerfinu (LÖKE) er mikilvæg. Færni í mannlegum samskiptum, góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði, nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni til að starfa í hóp eru nauðsynlegir eiginleikar. Góð staðarþekking er kostur.

Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til þess að sækja um.

Nánari upplýsingar veita Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn, í síma 444 0404 og Jónas Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í síma 444 0433.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun liggur fyrir. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir liðnum eyðublöð.

 

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum,

Karl Ingi Vilbergsson.