Laust starf skrifstofumanns í Stykkishólmi

6 Febrúar 2017 10:52
Síðast uppfært: 6 Febrúar 2017 klukkan 10:52

Skrifstofumaður – Stykkishólmur

Við embætti Lögreglustjórans á Vesturlandi er laust til umsóknar starf skrifstofumanns með starfsstöð í Stykkishólmi. Um er að ræða 100% starf.  Ráðið verður í stöðuna frá 1. apríl 2017.

Ábyrgð og verksvið
Í starfinu felst mikil tölvuvinnsla, úrvinnsla sönnunargagna úr hraðamyndavélum, skráning gagna í tölvukerfi lögreglunnar, sektarmeðferð, símsvörun og önnur almenn skrifstofuvinna.

Menntunar- og hæfniskröfur
• Stúdentspróf eða sambærileg menntun
• Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum 
• Skipuleg, vönduð og nákvæm vinnubrögð
• Frumkvæði í starfi og geta til að vinna undir álagi
• Góð tölvukunnátta er nauðsynleg og þekking á MS Office
• Gott vald á íslensku og ensku

Frekari upplýsingar um starfið
Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi  fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og SFR.

Umsóknum á að skila til lögreglustjórans á Vesturlandi, Bjarnarbraut 2, 310 Borgarnes eða senda á netfangið vesturland@logreglan.is og láta ferilskrá fylgja með.

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá og staðfestar upplýsingar um menntun. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við þá umsækjendur sem til álita koma.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.  

Umsóknarfrestur er til og með 20.02.2017

Nánari upplýsingar veitir
Ólafur Guðmundsson, yfirlögregluþjónn, í síma 444-0300.