Laust starf kerfisstjóra við embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum

24 Janúar 2020 11:51
Síðast uppfært: 24 Janúar 2020 klukkan 11:51

Við leitum eftir áhugasömum einstaklingi til starfa sem kerfisstjóri embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum (LSS). Hlutverk embættisins er hvers kyns löggæsla, landmæraeftirlit, rannsóknir lögreglumála og sakamála. Hjá embættinu starfa um 170 manns á þremur starfsstöðvum.
Við viljum ráða jákvæðan, metnaðarfullan og þjónustulipran einstakling sem er töluglöggur, lausnamiðaður og hefur reynslu af umsjón net- og kerfismála. Áhersla er lögð á árangursríkt samstarf við mismunandi deildir embættisins

Helstu verkefni og ábyrgð

– Umsjón og ábyrgð á rekstri og viðhaldi upplýsingakerfa hjá LSS
– Þjónusta og samskipti við starfsmenn LSS á sviði tölvumála.
– Tengiliður LSS við RLS og aðra utankomandi aðila.
– Ýmis umsjón og utanumhald í tengslum við starfsmannakerfi.
– Aðstoð og ráðgjöf til stjórnenda á sviði upplýsingamála.
– Ýmis önnur tilfallandi störf.

Hæfnikröfur

Hæfnikröfur
– Nám í tölvunarfræði, kerfisfræði eða sambærilegt sem nýtist í starfi
– Góð samskipta- og greiningarfærni
– Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
– Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
– Nákvæmni, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
– Rík vitund um upplýsingaöryggi

Mikilvægir kostir
– Reynsla og þekking á uppsetningu og viðhaldi tölvukerfa
– Þekking á Share Point er kostur
– Góð þekking á almennri forritun er kostur.
– Metnaður til að ná árangri og hæfni til tileinka sér nýjungar og breytingar.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Sótt er um starfið rafrænt á; www.starfatorg.is
Umsækjendur eru beðnir um að skila með umsókn kynningarbréfi ásamt starfsferilskrá
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Auglýsing þessi gildir í 6 mánuði, sbr. ákvæði 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Athygli umsækjenda er vakin á heimild til að skoða sakaferil umsækjenda um starf í lögreglu en í 28. gr. a. Lögreglulaga nr. 90/1996 segir: „Engan má skipa, setja eða ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu“.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 11.02.2020

Nánari upplýsingar veitir

Helgi Þorkell Kristjánsson – Hthk01@logreglan.is – 4442200
Pétur Óli Jónsson – poj01@logreglan.is – 4442200

Persónuverdaryfirlýsing

 

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
Fjármál og skrifstofuhald
Brekkkustígur 39
260 Reykjanesbær