Lausar stöður lögreglumanna – Vesturland

29 Nóvember 2016 08:51
Síðast uppfært: 29 Nóvember 2016 klukkan 08:53

Við embætti lögreglustjórans á Vesturlandi eru tvær stöður lögreglumanna, með starfsstöð í Borgarnesi, lausar til umsóknar. Um er að ræða vaktavinnu. Önnur staðan á almennum vöktum og hin við vegaeftirlit.  Unnið eftir svonefndu 5-5-4 kerfi á 12 tíma vöktum.

Gert er ráð fyrir að skipað verði í stöðurnar, til 5 ára, frá og með 1. janúar 2017.  Nánari upplýsingar veitir Jón S. Ólason yfirlögregluþjónn í síma 444-0300.  Umsóknarfrestur er til og með 9. desember 2016 og skal umsóknum skilað til Lögreglustjórans á Vesturlandi, Bjarnarbraut 2, 310 Borgarnes eða á netfangið vesturland@logreglan.is.

Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs og Landssambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%.

Færni í mannlegum samskiptum, góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði, vandvirkni og nákvæmni í vinnubrögðum sem og hæfni til að starfa í hóp eru nauðsynlegir eiginleikar. Góð staðarþekking er kostur. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins.

Umsóknir, sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur, verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir liðnum eyðublöð.