Lögreglumaður – Lögreglustjórinn á Vesturlandi
Við embætti lögreglustjórans á Vesturlandi er laus til umsóknar tímabundin staða lögreglumanns á Snæfellsnesi með starfsstöð í Ólafsvík. Sett verður í stöðuna frá 1. febrúar 2017 og er til 1 árs.
Helstu verkefni og ábyrgð Hlutverk lögreglu er að gæta almannaöryggis og tryggja réttaröryggi; stemma stigu við afbrotum og vinna að uppljóstran brota; greiða götu borgaranna og veita yfirvöldum aðstoð við framkvæmd starfa sinna og að halda uppi almannafriði og allsherjarreglum
Hæfnikröfur Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins. Góð þekking á lögreglukerfinu (LÖKE) er æskileg og góð enskukunnátta sömuleiðis. Önnur tungumálakunnátta er kostur. Færni í mannlegum samskiptum, skipulagshæfileikar, frumkvæði og nákvæmni í vinnubrögðum eru mikilvægir eiginleikar.
Frekari upplýsingar um starfið Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landssambands lögreglumanna.
Starfið er vaktavinna og starfshlutfall er 100%.
Umsóknum skilað til lögreglustjórans á Vesturlandi, Bjarnarbraut 2, 310 Borgarnes eða senda á netfangið vesturland@logreglan.is og láta ferilskrá fylgja með.
Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir liðnum eyðublöð.
Umsóknarfrestur er til og með 23.01.2017
Nánari upplýsingar veitir Jón Sigurður Ólason – 8404@tmd.is – 4440300
Lögreglustjórinn á Vesturlandi
Bjarnarbraut 2,
310 Borgarnes