17 Apríl 2018 16:13

Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefnai í vikunni og við leit á honum fundust ætluð fíkniefni.   Reyndist hann vera með meðferðis smáræði af kókaíni, amfetamíni og maríhúana, auk þess var hann með lyf meðferðis.

Tvö önnur fíkniefnamál komu upp í vikunni en um var að ræða smáræði af maríhúana sem annars vegar fannst við leit á karlmanni á fimmtugsaldri og hins vegar efni sem fundust á víðavangi.

Að morgni 10. apríl sl. vöknuðu bæjarbúar við verið var að skjóta upp flugeldum á hafnarsvæðinu.  Ekki er vitað hver þarna var að verki en þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um það eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Alls liggja fyrir 12 kærur vegna brota á umferðarlögum en um er að ræða akstur án ökuréttinda, brot gagnvart biðskyldu og ólöglega lagningu ökutækja.

Lögreglan vill enn og aftur minna á að sektir vegna brota á umferðarlögum hækka þann 1. maí nk.