Talað er um kynferðislegt ofbeldi ef barn eru fengið til kynferðislegra athafna eða þegar nálgast er barnið með kynferðislegum athugasemdum/athöfnum. Kynferðislegt ofbeldi felur m.a.í sér samfarir og/eða munnmök, þukl innan klæða á kynfærum og öðrum persónulegum stöðum og þegar horft er á kynfæri, kynferðislegar athafnir eða klámefni.

Nánir upplýsingar um það hvernig leita má sér hjálpar er að finna á síðunni Leiðin áfram

Gott að vita

  • Talaðu við einhvern sem þú treystir
  • Það eru aðilar sem geta hjálpað þér
  • Með því að segja frá geturðu unnið úr sársaukanum og orðið sterkari en áður
  • Ábyrgðin er aldrei þín
  • Ofbeldið er aldrei þér að kenna
  • Til að ofbeldið haldi ekki áfram þarftu að segja einhverjum frá

Nánari upplýsingar fyrir aðstandendur
Hlutverk Vitundarvakningar er að kortleggja, samhæfa og stuðla að umfangsmiklu forvarnarstarfi um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum og stuðla að aukinni samfélagsvitund.