Farið hefur verið fram á samþykki meðeiganda þar sem hugsanlegt sé að starfsemin geti valdið einhverju ónæði. Miðað hafi verið við meirihluta sbr. 3. mgr. 27. gr. Fjöleignarhúsalaga, texta hér að neðan (3. Málsgrein; séu um að ræða…).

Í nýlegu áliti kærunefndar húsamála af sambærulegu tilefni var hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að umgengni gesta sé sambærileg annarri umgengni í venjulegu fjölbýlishúsi, því þurfi að meta það hverju sinni hvort ákvæði 27. gr. fjöleignarhúsalaga eigi við. Taldi kærunefndin að það tilvik sem hún hafði til umfjöllunar (íbúð í stórri íbúðablokk) félli undir ákvæði 2. mgr. 27. gr. laganna og útheimti því ekki samþykki meðeigenda (2. málsgrein 27. greinar). Miðað við þetta mat kærunefndarinnar er því hæpið að leyfisveitingu verði synjað þó meðeigandi samþykki ekki, enda gengur meginregla fjöleignarhúsalaganna út frá því að eigandi hafi einn rétt til hagnýtingar og umráða yfir séreign sinni.

  1. gr. Breytingar á hagnýtingu séreignar frá því sem verið hefur eða ráð var fyrir gert í upphafi, sem hafa í för með sér verulega meira ónæði, röskun eða óþægindi fyrir aðra eigendur eða afnotahafa en áður var og gengur og gerist í sambærilegum húsum, eru háðar samþykki allra eigenda í hússins.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. Getur eigandi ekki sett sig á móti slíkri breytingu ef sýnt er að hún hefur ekki í för með sér neina röskun á lögmætum hagsmunum hans.

Sé um að ræða breytta hagnýtingu sem ekki er veruleg er nægilegt að samþykki einfalds meiri hluta miðað við fjölda og eignarhluta liggi fyrir.

Ef breytt hagnýting eignarhluta hefur sérstök og veruleg óþægindi eða truflun í för með sér fyrir suma eigendur, einn eða fleiri, en aðra ekki þá eiga þeir sem sýnt geta fram á það sjálfstæðan rétt til að krefjast þess að af breytingunni verði ekki.

Posted in: Ýmislegt