1. Kalla þarf til lögreglu ef:
• Slys verða á fólki
• Ökutæki óökuhæf eða valda hættu.
• Grunur um umferðarlagabrot (ölvunarakstur, hraðakstur, ekið gegnum rauðu ljósi o.s.frv.)
– Hringdu STRAX í 112!

2. Fylla þarf út tjónaform ef einungis er um eignartjón að ræða. Það er hægt að gera sjálf/ur eða fá til þess aðstoð hjá hlutlausum þjónustuaðila td. Akstur og Öryggi: www.arekstur.is – sími: 578 9090
Færa þar ökutæki úr akvegi um leið og mögulegt er – til að þau valdi ekki töfum og hættu. Í flestum tilfellum er hægt að gera það um leið og búið er að ganga úr skugga um að allir séu heilir á húfi.

Í 10. gr. Umferðarlaga er fjallað um um skyldur vegfarenda þegar umferðaróhapp verður: http://www.althingi.is/lagas/145a/1987050.html

Posted in: Umferðarmál