Auglýsing-yfirlögregluþj.

2 Maí 2019 14:50
Síðast uppfært: 2 Maí 2019 klukkan 14:50

 

Yfirlögregluþjónn – Lögreglustjórinn á Austurlandi – Eskifjörður.

 

Lögreglustjórinn á Austurlandi auglýsir lausa til umsóknar stöðu yfirlögregluþjóns við embættið, með starfsstöð á Eskifirði. Stefnt er  að því að skipa  í stöðuna frá 1. ágúst 2019.

Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum, sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar og hafa starfað sem lögreglumaður í að minnsta kosti 5 ár að prófi loknu, sbr. 2. mgr. 14. gr. reglugerðar um starfsstig innan lögreglunnar nr. 1051/2006. Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um.   Áskilið er að yfirlögregluþjónn hafi búsetu í Fjarðabyggð.

Ábyrgð og helstu verkefni.

Um verksvið og ábyrgð yfirlögregluþjóna er fjallað í 5. gr. nefndrar reglugerðar.

Yfirlögregluþjónn fer með daglega stjórn og ábyrgð lögregluliðsins í umboði lögreglustjóra, svo og með tilteknum verkefnum sem honum eru falin og krefjast sérstakrar þekkingar, þjálfunar og eða menntunar, þ.m.t. rannsókn einstakra mála og aðstoð við saksókn.

Yfirlögregluþjónn hefur eftirlit með því að reglum og fyrirmælum sé framfylgt, og vinna lögreglumanna uppfylli að öllu leyti fagleg vinnubrögð. Hefur umsjón með tækja- og tæknibúnaði og að lögreglumenn færi skráningu mála og atburði, sem tilkynntir eru í skráningarkefi lögreglu samkvæmt reglum og fyrirmælum.

Yfirlögregluþjónn tekur þátt í áætlunargerð, skipulagningu og markmiðssetningu embættisins og að fjárhagslegur rekstur lögregluliðsins sé innan fjárheimilda.

Hæfnikröfur.

Færni í mannlegum samskiptum, skipulagshæfileikar, frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum, jákvæðni, stundvísi og leiðtogahæfni eru mikilvægir eiginleikar. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi reynslu og menntun í rannsókn sakamála og hafi hlotið til þess þjálfun og búi yfir stjórnendareynslu  innan lögreglunnar.

Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið stjórnunarnámi frá Lögregluskóla ríkisins, Endurmenntun HÍ eða sambærilegu stjórnunarnámi. Önnur menntun og reynsla, sem nýtist í starfi er kostur. Þekking á skipulagi almannavarna er mikilvæg.

Frekari upplýsingar um starfið.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi, sem fjármála- og efnahagsráðherra og Landssamband lögreglumanna hafa gert.  Samkvæmt 28. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 er lögreglustjóra heimilt að staðreyna hvort viðkomandi umsækjandi uppfylli skilyrði e-liðar 2. mgr. nefndrar greinar, með öflun upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu.

Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skal skilað til Lögreglustjórans á Austurlandi, Strandgötu 52, 735 Eskifirði eða sendar á netfangið: ilj01@logreglan.is

Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2019. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina.  Öllum umsækjendum verður svarað, þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir.

Nánari upplýsingar veitir.

Jónas Wilhelmsson Jensen, yfirlögregluþjónn, s. 444 0635, netfang:  jonasw@logreglan.is

 

Eskifirði, 23. apríl 2019.

Lögreglustjórinn á Austurlandi.