27 Nóvember 2007 12:00
Maður dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að stela vodkapela í Vínbúð ÁTVR í Hveragerði. Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um hádegi í gær, mánudag, um mann sem stungið hafði vodkapela inná sig í Vínbúðinni í Hveragerði. Þegar lögregla kom á staðinn hafði maðurinn fengið far með bifreið áleiðis til Reykjavíkur. Lögreglumennirnir fór þegar í humátt á eftir og náðu að stöðva bifreiðina á Hellisheiði. Þar í sat sá sem grunaður var um þjófnaðinn. Hann var með pelann sem hann hafði nánast klárað úr. Maðurinn var handtekinn og færður í fangageymslu þar sem hann svaf úr sér áfengisvímuna. Í morgun var hann yfirheyrður og játaði hann brot sitt. Þegar í stað var gefin út ákæra og maðurinn leiddur fyrir dómara sem kvað upp ofangreindan dóm yfir manninum auk þess var honum gert að greiða andvirði pelans 2.370 krónur, til ÁTVR.